Persónuverndarstefna

Almenn ákvæði

ADHD KAOS er er rekið af fyrirtækinu VÆRÐ EHF. Eftirfarandi orð; við eða okkur er rakið til ADHD-KAOS. Með því að staðfesta kaup námskeiðsins staðfestir notandinn skilmála okkar og því er mikilvægt að lesa þá vel. Við áskiljum okkur rétt til að breyta skilmálum okkar án fyrirvara. Ekki er heimilt að veita öðrum aðgengi að eigin aðgangi. Höfundarréttarlög gilda um afritun og dreifingu efnis og er því með öllu óheimil.

Fyrirtækið

ADHD KAOS er umhugað um persónuvernd notenda og vinnur í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Við deilum ekki persónugreinanlegum gögnum til þriðja aðila. Ef þú hefur samband við ADHD-KAOS í gegnum netfang fyrirtækisins þá er verið að gefa upp persónulegar upplýsingar og er það alfarið á ábyrgð viðkomandi notanda. Farið er með öll samskipti sem eiga sér stað á milli ADHD-KAOS og þeirra sem leita til okkar í gegnum netfang sem trúnaðarmál og er upplýsingum ekki deilt utan fyrirtækisins.

Gagnaöryggi og aðgangsstjórn

Allar teningar milli ólíkra kerfa félagsins eru dulkóðaðar. Við getum ekki aflað upplýsinga á innra svæði notenda. Vefur okkar notast við SSL skírteini sem tryggir öryggi í gagnaflutningi

Vefkökur (e. cookies)

Á vefsíðu ADHD KAOS er notast við kökur (e. cookies). Kökur eru notaðar til að greina heimsóknir á vefsíðu okkar. Safnað er ópersónugreinanleg gögnum með kökum m.a. hversu lengi ADHD KAOS er skoðað, hvaðan notandinn er að koma og hvaða efni vefsíðunnar er mest skoðað. Þessi gögn eru nýtt til að greina heimsóknir á vefinn með það að markmiðið að gera upplifun notenda betri.

Breytingar á persónuverndarstefnunni

Persónuverndarstefnan kann að taka breytingum vegna breytinga á löggjöf, starfsemi félagsins eða öðrum ástæðum sem kunna að kalla á slíkt. Komi til breytinga verða þær aðgengilegar á vefsvæði ADHD KAOS og er litið svo á að þú hafir samþykkt breytingarnar með áframhaldandi notkun á vefsíðu félagsins. Við mælum með að þú fylgist vel með á vefsíðunni og kynnir þér allar breytingar vel.