ADHD fræðsla

Hvað er ADHD

ADHD er taugaþroskaröskun sem hefur áhrif á bæði börn og fullorðna. ADHD einkennist af viðvarandi mynstri athyglisbrests, og/eða ofvirkni/hvatvísi. Þessi einkenni geta haft veruleg áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal vinnu, nám, sambönd og sjálfsmat. ADHD einkenni geta komið fram á mismunandi hátt hjá hverjum einstaklingi, en þau fela oft í sér talsverðar áskoranir með athygli, einbeitingu, skipulag, tímastjórnun, tilfinningastjórnun, hvatvísi og eirðarleysi. Mikilvægt er að muna að einkenni geta verið mismunandi að styrkleika og framsetningu hjá hverjum og einum.

ADHD Greining og ADHD Meðferð

Greining ADHD felur í sér yfirgripsmikið mat frá sérhæfðum heilbrigðisstarfsmönnum sem vinna í þverfaglegu teymi. Það eru fjölmargar meðferðir og aðferðir sem geta hjálpað til við að stjórna ADHD einkennum í daglegu lífi en það er mjög mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Áhrifaríkar meðferðir við ADHD eru oft samþættar af mörgum gagnreyndum aðferðum eins og fræðslu, hugrænni atferlismeðferð (CBT) og lyfjameðferð. En ADHD KAOS netnámskeiðið býður upp á þægilegan möguleika til að reyna að meðhöndla ADHD einkenni ungmenna og fullorðna með aðstoð sjálfshjálparfræðsluefnis. Ef áhugi er að taka næsta skref í átt að betri skilning á ADHD er hægt að byrja í dag.