Um ADHD námskeiðið.

ADHD KAOS er rafrænt átta vikna námskeið sem er hannað sérstaklega fyrir ungmenni, fullorðna og aðstandendur þeirra með Athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi (ADHD). Markmið ADHD KAOS teymisins var að bjóða upp á aukið aðgengi að fræðsluefni fyrir ADHD. Námskeiðið er alfarið á netinu og því hafa notendur aðgang að fræðsluefni námskeiðisins sama hvað tími dags er og á hvaða tölvu eða snjalltæki sem er. Við leggjum mikla áherslu á að notendur þurfa ekki að vera með greiningu á ADHD til að geta nýtt sér netnámskeiðið.

Rafrænt fræðslunámskeið

ADHD KAOS námskeið er rafrænt sjálfshjálparefni sem á að leiða notendur áfram í að skilja hvað ADHD er, hver einkenni séu og hvaða mismunandi leiðir sé hægt að fara til að takast á við þau einkenni. Námskeiðið er hannað út frá gagnreyndum aðferðum og með það að leiðarljósi að vera hagnýtt fyrir daglegt líf. Fræðslurnar fara því yfir víðan völl og snerta á hinum ýmsu þáttum sem viðkoma ADHD, allt frá einkennum og orsakaþáttum, tímastjórnun, tilfinningastjórnun, vanda með sjálfsmat, vinnu/skóla og að því hvernig má tileinka sér góðar venjur.

Mikilvægt er að hafa í huga að ADHD KAOS er eingöngu ferðafélagi í ferðlaginu frá óskipulagi í skipulag. Námskeiðið á nefnilega að veita þekkingu og vonandi færni, sem gæti hjálpað að bættum lífsgæðum og líðan. Hins vegar er ekki nóg að hafa bara þekkinguna á því hvað þarf að gera, en hægt er að líkja fræðslunni við uppskriftabók. Til þess að fá að borða ljúffenga köku þarf að hafa meira en bara aðgang að einfaldri uppskrift, það þarf að fara eftir henni. Sama gildir um þessa fræðslu. Þekkingin ein getur ekki breytt lífi neins - heldur þarf að beita þekkingunni í daglegu lífi til að ná árangri. Líttu á ADHD KAOS fræðsluna sem uppskriftabók fyrir uppskriftir að hjálplegum aðferðum til að bæta lífsgæði. Í ADHD KAOS fræðslunni er hægt að finna mismunandi aðferðir, fá innsýn í allt það sem snýr að einkennum ADHD og verkfæri til að vinna með þau einkenni. En við erum bakarar í eigin eldhúsi lífs okkar. Alveg eins og uppskrift getur ekki bakað köku, þá mun þekkingin ein ekki skila neinum árangri - nema við komum henni í framkvæmd.

Hvernig virkar ADHD KAOS netnámskeiðið?

Fræðsluefni:

Tekið var mið að þörfum ADHD notenda við hönnun sjálfshjálpar netnámskeiðsins fræðsluefnis. Áhersla var á það hjá ADHD KAOS teyminu að notandinn sjálfur gæti farið í gegnum netnámskeiðið á eigin forsendum. Því inniheldur hver fræðslulota bæði myndbands- og lesefni svo að notandinn getur valið og aðlagað hverja fræðslu fyrir sig eftir eigin getu, þörfum, tíma og hraða.

Verkefni:

Eftir hverja fræðslu eru verkefni sem notendur leysa. Verkefnin voru hönnuð með það í huga að auka líkur á að þekking hvers kafla yfirfærist á daglegt líf.

Spurninglistar:

Spurningarlistar eru svaraðir eftir hverja fræðslu út frá einkennum liðinnar viku. Því er hægt að fylgjast með eigin árangri en einnig hvetjum við notendur til að nýta árangursmælingar til að auka eigið innsæi á hvar vandi hvers og eins liggur. Þetta auðveldar notendum að átta sig á því hvar áherslur eða hver markmiðasetninginn ætti að vera í gegnum netnámskeiðið

Lengd námskeiðsins?

Námskeiðið er sett upp sem átta vikna fræðsluferðalag. ADHD KAOS teymið leggur áherslu á að hafa netnámskeiðið notendavænt fyrir þá með ADHD. Því er opinn aðgangur í 12 vikur efetir að námskeið er keypt. Þetta gefur notendum sveigjanleikann á að klára námskeið á eigin hraða. Lengd myndbanda er um 20 mínútur hvert en hægt er að auka hraðann í hverju myndbandi fyrir sig.

Verð námskeiðsins?

Kostnaðurinn við þátttöku er 14.990 kr. Athugið að flest stéttarfélög ættu að niðurgreiða námskeiðið. Við hvetjum því alla til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.