ADHD KAOS
rafrænt
námskeið.

ADHD KAOS er rafrænt námskeið um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD). Námskeiðið inniheldur fræðslu á einkennum ADHD, mögulegum orsakaþáttum, tilfinningastjórn og nothæfum verkfærum til að draga úr hamlandi einkennum.

Kynningar myndband
Gagnreyndar aðferðir
ADHD KAOS sjálfshjálparefni byggist á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar, díalektískrar atferlismeðferðar og sáttar- og atferlismeðferðar, sem hjálpar notendum að skilja betur og hafa meiri stjórn á einkennum sínum.
Sjálfshjálp
Netnámskeiðið byggist á svörum frá sjálfsmatskvörðum sem svarað er eftir hverja fræðslu til að hjálpa notendum að fylgjast með framförum sínum, átta sig á hvar vandi liggur og byggja upp nýjar venjur. ADHD KAOS heldur notendum uppfærðum um framfarir sínar í hverju skrefi ferðalagsins.
Aðgengilegt
ADHD KAOS leggur mikla áherslu á að auka aðgengi almennings að ADHD fræðsluefni. Námskeiðið er því í rafrænu formi svo að notendur geta nýtt sér það óháð búsetu og tíma.
Viltu ná skipulagi í óskipulaginu?

Aðgengi, öryggi & þægindi

Auðvelt aðgengi

Aðgengilegt í öllum helstu snjalltækjum með hljóði og mynd.

Lærðu á þinn máta

Allt efni er í boði í rituðu og á hljóðformi fyrir þína hentugsemi.

Á þínum tíma

Verkefnin bíða eftir þér, hvenær sem er og þegar þú ert tilbúinn.

Öryggi og næði

Við tryggjum öryggi gagna og eru notendur órekjanlegir.

Hvernig virkar ADHD KAOS?

Fræðslunni er skipt í fjórar mismunandi aðgerðir fyrir notandann. Í hverri viku opnast ný lota og aðgangur að nýjum krefjandi og skemmtilegum verkefnum og fræðsluefni er í boði fyrir notendur.
Myndbönd
Nýtt myndband af fræðsluefni fylgir hverri átta vikna fræðslulotu.
Lesefni
Lesefni kemur samhliða myndböndum sem eykur skilning á fræðsluefni vikunnar.
Verkefni
Vikuleg verkefni eru eftir hverja fræðslu til að auka líkur á yfirfærslu þekkingar á daglegt líf.
Spurningalistar
Notast er við spurningalista til að notendur geta fylgt eftir og metið eigin árangur.

Spurningar?

Hversu langt er ADHD KAOS netnámskeiðið?
Lengd námskeiðsins er mismunandi eftir þörfum hvers og eins, en lágmarkslengd er átta vikur. Námskeiðið er þó aðgengilegt í 12 vikur eftir kaup.
Hvað kostar ADHD KAOS netnámskeiðið?
Kostnaðurinn við þátttöku er 14.990 kr. Athugið að flest stéttarfélög ættu að niðurgreiða námskeiðið. Við hvetjum því alla til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
Get ég skráð mig án þess að vera með ADHD greiningu?
Við leggjum mikla áherslu á að notendur þurfa EKKI að vera með greiningu á ADHD til að geta nýtt sér netnámskeiðið. ADHD KAOS námskeiðið gæti verið öflugt verkfæri fyrir þau sem gruna að þau séu með ADHD eða eru á bið eftir greiningu. Námskeiðið er einnig hentugt fyrir aðstandendur þeirra með ADHD.
Er fræðslunámskeiðið niðurgreitt af stéttarfélögum?
Flest stéttarfélög ættu að niðurgreiða námskeiðið. Við hvetjum því alla til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu hjá því stéttarfélagi sem þau greiða iðgjöld til.
Hvað ef ég er með aðra geðsjúkdóma?
Ef þú ert með aðra geðsjúkdóma til viðbótar við ADHD, hvetjum við þig til að ráðfæra þig við heilbrigðisstarfsmann. ADHD KAOS er rafrænt fræðslunámskeið en ekki heilbrigðisþjónusta því vísum við öllum þeim sem þurfa á slíkri þjónustu að halda á heilbrigðisstofnun í sínu nærumhverfi.
Hvað er ADHD?
ADHD er taugaþroskaröskun sem hefur áhrif á bæði börn og fullorðna. ADHD einkennist af viðvarandi mynstri athyglisbrests, og/eða ofvirkni/hvatvísi. Þessi einkenni geta haft veruleg áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal vinnu, nám, sambönd og sjálfsmat. ADHD einkenni geta komið fram á mismunandi hátt hjá hverjum einstaklingi, en þau fela oft í sér talsverðar áskoranir með athygli, einbeitingu, skipulag, tímastjórnun, tilfinningastjórnun, hvatvísi og eirðarleysi. Mikilvægt er að muna að einkenni geta verið mismunandi að styrkleika og framsetningu hjá hverjum og einum.
ADHD Greining og ADHD meðferð
Greining ADHD felur í sér yfirgripsmikið mat frá sérhæfðum heilbrigðisstarfsmönnum sem vinna í þverfaglegu teymi. Það eru fjölmargar meðferðir og aðferðir sem geta hjálpað til við að stjórna ADHD einkennum í daglegu lífi en það er mjög mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Áhrifaríkar meðferðir við ADHD eru oft samþættar af mörgum gagnreyndum aðferðum eins og fræðslu, hugrænni atferlismeðferð (CBT) og lyfjameðferð. En ADHD KAOS netnámskeiðið býður upp á þægilegan möguleika til að reyna að meðhöndla ADHD einkenni ungmenna og fullorðna með aðstoð sjálfshjálparfræðsluefnis. Ef áhugi er að taka næsta skref í átt að betri skilning á ADHD er hægt að byrja í dag.